Umhirða nýrra
húðflúra & gata

Tattoo

Gerviskinn

  • Gerviskinn er sett yfir nýtt flúr og látin vera í 1-3 daga.

  • Það er eðlilegt að það myndist “pollar” undir filmunni en ef það koma göt á filmuna er betra að taka hana af. Það er sjálfsagt að koma við hjá okkur og fá nýtt gerviskinn ef hitt losnar af einhverjum ástæðum af innan þessa tíma.

  • Mælt er með að fjarlægja filmuna í sturtu og skola flúrið varlega með volgu vatni og mildi sápu.

  • Þegar hrúður byrjar að myndast, oftast eftir 2-3 daga, er gott að bera hvítan kremáburð á flúrið til að halda raka í húðinni. Kremin sem við mælum með eru Helosan eða Bepanthen. Bæði þessi krem fást í apóteki.

  • Forðist að gegnbleyta flúrið (löng böð og sund) þar til hrúðrið er farið. Forðist einnig gufuböð og líkamsrækt þar sem álag kemst á staðinn þar sem flúrið er.

  • Munið að það er bannað að kroppa og/eða klóra!


Plastfilma

  • Fjarlægja skal plastfilmuna eftir 6-12 klst. og skola flúrið vel en varlega með volgu vatni og mildri sápu.

  • Þegar hrúður byrjar að myndast, oftast eftir 2-3 daga, er gott að bera hvítan kremáburð á flúrið til að halda raka í húðinni. Kremin sem við mælum með eru Helosan eða Bepanthen. Bæði þessi krem fást í apóteki.

  • Forðist að gegnbleyta flúrið (löng böð og sund) þar til hrúðrið er farið. Forðist einnig gufuböð og líkamsrækt þar sem álag kemst á staðinn þar sem flúrið er.

  • Munið að það er bannað að kroppa og/eða klóra!

Götun

Gat í húð

Mjög mikilvægt er að halda nýja gatinu hreinu og þarf að hreinsa það 2 sinnum á dag. Áður en byrjað er að hreinsa gatið skal þvo sér vel um hendurnar svo ekki berist bakteríur í sárið. Til að þrífa gatið mælum við með Balm Piercing Aftercare eða mildri sápu (Balm Gel) & þrífa með því vel í kringum gatið og lokkinn sjálfan. Þetta verður að gera þar til gatið er alveg gróið. Forðast skal að fikta í lokknum og helst að reyna snerta gatið sem minnst utan þess tíma sem það er þrifið, öll erting getur lengt gróunarferlið.


Gat í tungu

Gott er að taka strax bólgueyðandi verkjalyf (t.d íbúfen) til að halda bólgunni niðri. Frá byrjun þarf að skola munninn 2 sinnum á dag með sótthreinsandi munnskoli í 10 daga. Eftir 3-4 vikur má skipta yfir í minni lokk og við mælum með því að það sé gert af gatara . Gott er að athuga reglulega hvort kúlan sé föst á og ef ekki þá er gott að herða hana. Forðast skal neyslu áfengis og vímuefna í a.m.k 10 daga Forðast skal reykingar og munntóbak í a.m.k 10 daga Forðast skal að fikta í lokknum að óþörfu og/eða þróa með sér kæki (t.d að bíta í lokkinn með tönnunum) og gott er að muna að öll erting getur lengt gróunarferlið.

Gat í vör

Við mælum með að þrífa gatið að utanverðu með Balm piercing aftercare og nota sótthreinsandi munnskol 2-3 sinnum á dag í 10-15 daga. Gott er að reyna að fikta sem minnst í lokknum því öll erting getur lengt gróunarferlið og komið af stað vandamálum, auk þess sem tennur geta skemmst ef mikið er verið að fikta í lokknum með tönnunum (algengasti kækurinn). eftir 3-6 vikur má skipta yfir í minni lokk og við mælum með því að það sé gert hjá gatara þar sem gatið er ekki fullgróið á svo stuttum tíma. forðast skal neyslu áfengis og vímuefna í a.m.k 10 daga forðast skal reykingar og munntóbak í a.m.k 10 daga

Gróunartími 

(A.T.H þetta eru bara viðmið, fólk er jafn misjafnt eins og það er margt)

Nafli : 6 mánuðir // Eyrnasnepill : 6-8 vikur // Vör : 6-8 vikur // Augabrún : 6-10 vikur // Geirvarta : 5-6 mánuðir. // Nef 10-12 vikur // Tunga 6-8 vikur // Brjósk: 3-6 mánuðir